Erum við að tapa fullveldinu með að fara í Evruna. ?

Nú les maður í Frettablaðinu í morgun að menn eru að draga upp enn aftur þá þætti sem við missum þegar / ef við förum í bandalagið. Og má það vel vera að þetta sé rétt að við missum áhveðna þætti sem þjóð  að fara þessa leið.  Til dæmis lagarsetngingarvald og framkvæmdavald. Enn er það eitthvað sem við viljum halda í á kostnað okkar, hvað er það sem við fólkið erum á eftir ?  er okkur ekki slétt sama um þessa þætti sem við missum ? ég tel að yfir 60 % þjóðarinar vilja frekar stöðuleika framyfir áhvörðunarvald sem við getum treyst að Brussel sé með á hreinu hvað er best og hvernig það er útfært. Nú við erum ekki fyrsta þjóðin sem erum að fara þarna inn. Enn ef það er svo slæmt að vera í þessum félagskap af hverju heyrum við ekkert um það í fjölmiðlum. Með landbúnaðinn og sjávarútveginn þá er hægt að semja áður enn við göngum þarna inn þannig að við höldum okkar. það liggur á borðinu. Við skulum skoða þetta nánar.  það sem við þjóðinn viljum er:

  • Lægri vextir.
  • Afnema Verðtrygginguna
  • Lækka matvöruverð. 
  • Lækka verð á klæðnaði.
  • Stöðuleika á atvinnumarkaðinum.

 Ef ríknisstjórninn getur gert þetta á 3 - 4 árum þá þurfum við ekki að fara í bandalagið  - heldur þú að hún geti þeað ?  það eru efasemndir um að það sé hægt vegna þess að það er áhveðinn hópur af fjárfestum og stjórnnmálamönnum sem vilja ekki að þetta verði að veruleika. sérstaklega með verðtryggnguna - hvernig væri að ég færi framá við minn banka að ég fái lán með föstum vöxtum án verðtrygginar. já það verður nei enn ég held bara áfram að spyrja um þetta og ef allir gera það sama þá verður til markaður sem einhver hlítur að vilja sinna.

DÆMI: þýskur banki kemur hingað með útibú og lánar í evrum . ég sem við fyrirtækið sem ég vinn hjá að borga mér 30 % í evrum á föstu gengi í 48 mánuði - þannig að ég á alltaf Evrur til að borga af mínu Evru láni og hefur krónan enga áhrif.  Ef ég skipti um starf þá flyt ég með mér þennan rétt og mun þá fyrrvernadi atvinnurekandi minn framselja Evrureikningin á því gengi sem samið var um plús þóknun. ef 1000 manns gera þetta þá koma hinir á eftir.  Enginn verðtrygging - lánið byrjar að lækka eftir 15 mánuði .einfald ekki satt ? er þetta raunhæft ?

Annað : Ég neita að fjármagna ellilífeyrir evrópubúa með þessum háuvöxtum sem við erum með hér. Af hverju eigum við 300.000 manns að standa undir þessu vaxtarokri. Hvers vegna er enginn búin að gera  neitt að stoppa þetta ?

HÚSNÆÐISMÁL :  í hinum fullkomna heim þá ætti málinn að vera þannig að húsnæði hér ætti að hækkað um 5 til 8 % á ári og vextir væru 6.5 % ENGINN verðtrygging.  verð á húsum/ íbúðum færu eftir staðsetningu og skólum. og enginn ætti að fá 100 % lán  90 % mest . þinn hugur er ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Pálmi Lord

Það er auðvitað reginfirra að við missum vald til lagasetninga alfarið til ESB við inngöngu. Við erum nú þegar búinn að setja hluta af þessu valdi frá okkur með EES samningnum og Schengensamningnum. Það sama gildir um framkvæmdavaldið. Það fer ekki til ESB nema með svipuðum hætti og nú með EES/Schengen. Nú erum við áhrifalaus þiggjandi laga og reglugerða frá ESB. Og það talar enginn um að rifta þeim samningi nema Ögmundur J. Ég tel hið eina rétta í stöðunnni að hefja aðildarviðræur. Íslensk alþýða hefur engu að tapa í þeim slag nema okurvöxtum, okurverði og ónýtum gjaldeyri.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fullveldi hvaða ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Pálmi Hamilton Lord

Sæll Hjálmtýr

Við getum verið sammála þessu enn samkvæmt þessari grein hans Ingvars í FB í morgun þá heldur hann öðru fram. Sem varð til þess að ég fór að blogga um þetta.

Pálmi Hamilton Lord, 5.10.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég las grein Ingvars. Hann virðist ekki átta sig á því að það er þegar búið að framselja hluta fullveldisins. En hvaða verðmæti eru í því fullveldi sem hann lýsir? Heimurinn er breyttur og á eftir að breytast meira. Engin þjóð er nú eyland. Hann talar um ástand þar sem Ísland býr við „óskert yfirráð yfir landi sínu...og deili þessum pólitísku gæðum ekki með neinum“. Annarsvegar ýkir hann sjálfstæði Íslands eins og það er í dag og hinsvegar er hann boða útópíska einangrunarstefnu. Sem er jafn raunsæ og vonlaus eins og að halda að þjóðflokkar í Amason sem enn eru á steinaldarstigi verði það um aldur og ævi. Þeir annaðhvort deyja út eða renna saman við annað fólk. Allt breytist og það þarf að gera það besta sem er hægt í hverri stöðu. ESB er mjög eðlilegur kostur fyrir okkur í dag. Þá minnka áhrif heimatilbúins klúðurs íslenskra stjórnmálamanna á kjör íslenskrar alþýðupíku. Eða eins og Geir sagði fyrir ca. 2 mánuðurm (þegar núverandi darraðardans var ekki hafinn): „Ef við værum nú í ESB þá hefði það minnkað getu okkar til að bregðast við efnahagsvandanum“ Þetta er ekki orðrétt tilvitnun (á hana einhversstaðar) en efnislega rétt. Nú má segja að ef við værum í ESB og með Evru í stað fallinnar krónu þá væru möguleikar okkar meiri til að sigla þennan ólgusjó.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.10.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband