3.9.2011 | 10:27
Bjarni - þetta er ekki flókið !
Það þurfa öll ríki að fara í gegnum alla þennan ferill til að fólkið geti kosið hvort að það vilji þetta eða ei. Ef við gerum þetta ekki núna þá gerum við þetta seinna og því að fresta þessu þegar við erum komnir af stað ? Er ástæða fyrir því ? Hvaða skilaboð erum við að senda út með því að draga þessa umsókn til baka ? En hver eru raunverulegur rök fyrir því , önnur en að þú viljir ekki sjá Ísland innan ESB ? Við íslendingar viljum sjá hvað samningurinn hefur uppá að bjóða og svo kjósum við um hann. Norðmenn hafa kosið tvisvar sinnum og fellt hann í bæði skiptin Ef þú skilur ekki að þennan ferill sem við erum í, sé nauðsýnlegur er til að fá þennan umrædda samning þannig að við getum kosið um hann þá finnst mér að þú eigir ekki að eyða tíma okkar í ræðustól alþingis til að tala um þetta mál . Eyddu frekar tíma í að benda á betri lausn á efnahagsvandamálinu og rökkstuddu það þá kannski kemstu áfram í næstu kosningum.
Hafi þið heyrt þetta frá þeim sem eru á móti "Brussel mun ráða öllu" , völdin verða í Brussel , Ok ég sé ekki að okkar ráðamenn hafi farið með þetta vald siðustu 70 árin í okkar þágu.
Að mínu mati þá vill ég fá í ESB :
- Evruna
- Lægra vöruverð (Mat og Föt)
- Engir venda tollar
- Engin verðtygging , Fastir vextir á húsnæðislánum.
Ef það er rétt að atvinnuleysi sem meira í ESB löndum þá ætti að að skila inn betri þjónustu , betra starfsmönnum, og þar af leiðandi betri fyrirtækjum. Þeir halda vinnunni sinni sem nenna að vinna.
Bara þetta þýðir að við komum til að fá betra líf. En þangað til að við sjáum hvað ESB hefur uppá að bjóða þá er þetta allt saman óráðin gáta.
Enginn réttur til aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 5.9.2011 kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Það er betra að berjast gegn aðild. Menn geta gert eins og Ólafur Ragnar. Skipt um hest í miðri á og komið uppá hinn bakkann með nýja skoðun. Látið eldri skoðanir flæða burtu með strauminum og hræinu að hinum hesinum.
Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 11:15
Þú telur upp fjóra kosti fyrir ESB.
1. Evran - Af hverju er evran svona æðisleg? Hún er það hreint ekki, þjóðir fara líklega bráðlega að vilja losna við hana. Það er m.a.s. til tals að stofna nýja norðurevru fyrir útvaldar þjóðir, þá verður hin evran bara rusl. Kannski reddast evran, en það er alls ekki víst. Af hverju ekki að fara í myntbandalag við aðrar þjóðir ef Íslendingar vilja endilega fá annan gjaldmiðil? Allavega finnst mér evran ekki nógu góð ástæða til þess að vilja fara í ESB.
2. Lægra vöruverð er ágætis kostur. En það gildir innan Evrópu. Sumir tollar hækka, t.d. til Bandaríkjanna. Þetta er spurning um hvert við viljum tengjast. Það má vel vera að við fáum allt sem við þurfum úr tollabandalagi við Evrópu, en það mætti vel hugsa sér t.d. tollasamband við USA og Kanada, eða við Asíuríki ef viljum bara hræódýrar vörur, þaðan fengjum við líka allt sem við þurfum. Það gæti verið betri kostur að fara í vestur.
3. Það er svo ekkert mál að leggja niður verndartollana ef það er vilji fyrir því hjá Íslendingum, án þess að ganga í ESB. Bara ákvörðun hjá Alþingi.
4. Engin verðtrygging - Það gildir það sama, það er vel hægt að leggja niður verðtryggingu á Íslandi án þess að ganga í ESB. Íbúðalánasjóður ætlar að bjóða upp á lán án verðtryggingar, þá þarf fólk bara að fara að endurfjármagna (eins og það þyrfti líka að gera þó við gengjum í ESB).
Semsagt, enginn augljós fengur í ESB.
Andri (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 12:12
Verð að segja að ég er sammála Andra.
- Evran stendur á brauðfótum.
- Vöruverð gæti hækkað. Það gerði það töluvert t.d. þegar Spánn tók upp Evruna.
- Við inngöngu leggjast á verndartollar við allan heiminn sem ekki er í ESB og allir samningar okkar við umheiminn falla úr gildi. t.d. fríverslunarsamningur okkar sem nýlega var gerður við Canada og við getum ekki gert fleiri samninga t.d. við USA en þeir samningar eru í biðstöðu núna vegna umsóknar Íslands að ESB.
- Copy-Paste frá Andra.
Mér finnst nóg komið að því að halda það að einhverjir útlendingar komi hér með einhverjar lausnir og leysi úr öllum vanda. Á meðan við höfum stjórn á okkar eigin málum getum við gert það sjálf - það eina sem þarf er vilji til verka.
ivar (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 12:57
Dollarinn er svo strekur! NOT!
Njörður Helgason, 3.9.2011 kl. 13:03
Dollarinn og evran eru ekki einu myntirnar í heiminum. Þó við færum í tollabandalag við USA (sem ég er ekkert endilega að segja að við eigum að gera) þá þýðir það ekkert að við verðum að taka upp dollara.
Kannski ættu norðurlöndin bara að taka upp sér gjaldmiðil, hvað veit ég, en evran er allavega ekki það æðisleg að hún réttlæti að við göngum í ESB.
Ég man ekki eftir neinum almennilegum rökum fyrir því að ganga í ESB.
Andri (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 13:19
Ég er sammála þessum kostum sem þú nefnir í sambandi við ESB. En þótt við göngum inn í ESB þá fáum við ekki aukið atvinnuleysi.
Atvinnuleysi í ESB er 9,5% en á Íslandi er það 8,6%. Það munar 0,9%. Atvinnuleysi er mjög mismunandi á milli landa. Það er t.d 3,7% í Austurríki og 4,3% í Hollandi. Það er einfaldlega rangt mat að halda að atvinnuleysi í ESB færist yfir á Ísland. Ef eitthvað er þá mun atvinnleysi minnka vegna þess að þá geta fyrirtæki haldið áfram að starfa hér vegna stöðugt umhverfis.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 18:18
Andir.
Okkar milliríkjaviðskipti eru 80% í Evrum og því rökrætt að taka upp þann gjaldmiðil til þess að lágmarka gengsiáhættu í viðskptum. Og þessi gengisáhætta hefur sett flest öll fyrirtæki og heimili á hausinn síðan 2008. Og fólk einsog Andri talar um að það sé bara allt í lagi og sér engann kost í að ganga í ESB. Stórfurðulegt.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 18:22
Ég vill ekki fá meðaltals atvinnuleysi ESB hingað. En ég væri ánægður með að fá meðaltals veðurfar ESB. Þetta er erfitt val.
DolliX (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 02:47
Andri Alþingi getur EKKERT þannig að fá þá til að gera eitthvað sem gæti verið best fyrir "flesta" það gengur ekki upp. "Bara ákvörðun hjá Alþingi" er bara svo loðið og tegjanlegt. Við þurfum að fá að sitja við sama borð og hin norðurlöndinn hvað varðar lífskjör. Evran er bara EITT af mögum góðum púntum að ganga þarna inn.
palmi (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.