það þarf ekki sérfræðing

til að reikna þetta út. Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs um tekjur af áfengisgjaldi á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011 var reiknað með tekjum upp á 11,2 milljarða króna en í samþykktum fjárlögum var talan komin niður í 10,8 milljarða króna. Lækkunin nemur 400 milljónum króna.  

það var búið að benda á þetta þegar þeir hækkuðu en það þýðir víst ekkert að rökræða þetta við þessa " Know it All" menn. Núna blómstrar brugg og smygl á kostnað okkar allra , örfáir græða á því.  Steingrímur hefur sagt þetta sjálfur á þessum 20 plús árum sem hann er búin að sitja í stjórnarandstöðu. Gaman væri að finna það og birta.  


mbl.is Áfengisgjald skilar minni tekjum en reiknað var með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á móti koma lægri útgjöld vegna minnkandi afleiðinga áfengisneyslu í heilbrigðis- og löggæslukerfinu auk vinnutaps og eignaskemmda. "Hagnaður" í þessum málaflokki er afar afstæður.

Páll (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 11:43

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það stendur hvergi í fréttinni að áfengisneysla hafi minnkað, getur ekki bara verið að fleiri eru farnir í heimabrugg og landa!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.1.2011 kl. 12:10

3 identicon

Vissulega getur verið að fleiri bruggi en áður, en það þarf ekki sérfræðing (svo ég vitni í fyrirsögn þessa bloggs) til að sjá og vita að málið er ekki svo einfalt að það sé jafnt hlutfall þarna á milli. Alveg eins og það þarf ekki sérfræðing til að sjá að minnkandi áfengisneysla er ekki nema að hluta til vegna hærri gjalda.

Áfengisneysla minnkar nefninlega líka vegna almennari áhrifa efnahagsþrenginganna eins og t.d. lækkandi ráðstöfunartekna vegna t.d. atvinnumissis, vaxandi greiðslubyrði lána , hækkanna vegna gengisbreytinga og margt fleira. Margir skera niður neyslu og notkun á munaðarvörum eins og áfengi af þeim sökum, hvort sem áfengið hækkar eða ekki.

Páll (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 12:56

4 identicon

Þar sem farið er að ræða áhrifin af þessu ..

jú að sjálfsögðu minnkar álagið á heilbrigðis kerfið.

Ef við skoðum frétirnar þá er orðið mun meira um grófaraofbeldi, fíkniefniefna neyslu, landabrugg og til allra hamingju er þetta orðið svo dýrt að unglingum dettur ekki til hugar að fara að drekka þau fara fara frekar í fíkniefnin.

nú samfara þessu öllu er svo stress stuðulinn í þjóðfélaginu hækkaður um 50% sem veldur auknum streitu, and og geðrænum vandamálum sem reyndar á við bæði um þá sem drekka sér og örðum til óbótar og hinum sem fá sér einn og einn til að slaka á.

nú ef leggjum svo saman dæmið þá erum við kominn með mun fleiri ótímabær dauðsföll sem sannannlega spara heilbrigðis kerfinu peninga....

Dautt fólk þarf ekki heilbrigðis þjónustu.

Bravó ég svo kátur reyndar Reyki ég og því miður hefur mér reynst erfitt að hætta þeim ósóma þó svo að skattbyrðinn vegna þess sé að nálgast hálf verkamannalaun.

já ég borga töluvert meiri meira skatta en þeir sem ekki reykja nú síðan er það nú svo að mér hefur fundist gott að fá mér einn kalda af til svona til að dusta rykið af heilanum eftir lengann og jafnvel erfiðan dag.. þar hef ég líka greitt tölvuvert hærri skatta til ríkisins en þeir sem ekki drekka.

þá erum við kominn að kostnaði við heilbrigði jú látum okkur sjá síðustu 5 sem dóu í kringum mig hvorki reyktu né drukku og 4 dóu eftir langa glímu við hjarta sjúkdóma eða krabbamein 1 sjálfmorð.

ég tel að það þurfi aðeins að hugsa áður en þessi mál eru rædd og útfærð

"Vissulega getur verið að fleiri bruggi en áður, en það þarf ekki sérfræðing til að sjá og vita að málið er ekki svo einfalt að það sé jafnt hlutfall þarna á milli. Alveg eins og það þarf ekki sérfræðing til að sjá að minnkandi áfengisneysla er ekki nema að hluta til vegna hærri gjalda.

Áfengisneysla minnkar nefninlega líka vegna almennari áhrifa efnahagsþrenginganna eins og t.d. lækkandi ráðstöfunartekna vegna t.d. atvinnumissis, vaxandi greiðslubyrði lána , hækkanna vegna gengisbreytinga og margt fleira. Margir skera niður neyslu og notkun á munaðarvörum eins og áfengi af þeim sökum, hvort sem áfengið hækkar eða ekki."

þarna ertu nú hreinlega bara að bulla ... ef illa árar og myrkrið í veskinu eykst ... þá minnkar allt og þá serstaklega þær vörur sem eru hækkaðar um óeðlilega fáranlegar upphæðir .. OG þá stór eykst landabrugg, fíkniefni rækt og sala...

og svo má ekki gleyma fíklunum

....áfengis fíkill kaupir áfengi hvað sem það kostar

... tóbaks fíkill kaupir tóbak hvað sem það kostar

.. heroin fíkill kaupir heroin hvað sem það kostar..

þannig að við sjáum það að verið er að nýðast á þeim sem ráða að miklu leiti ekki gjörðum sínum sjálfir ...

og að lokum það er búið að sanna með vísindalegum rannsóknum að þegar efnahagskreppa(fólk á erfitt með að ná endum smaman og lögfræðingarnir fara að banka) kemur aukast öll vandræði í þjóðfélaginu...

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband