15.1.2011 | 10:48
það þarf ekki sérfræðing
til að reikna þetta út. Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs um tekjur af áfengisgjaldi á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011 var reiknað með tekjum upp á 11,2 milljarða króna en í samþykktum fjárlögum var talan komin niður í 10,8 milljarða króna. Lækkunin nemur 400 milljónum króna.
það var búið að benda á þetta þegar þeir hækkuðu en það þýðir víst ekkert að rökræða þetta við þessa " Know it All" menn. Núna blómstrar brugg og smygl á kostnað okkar allra , örfáir græða á því. Steingrímur hefur sagt þetta sjálfur á þessum 20 plús árum sem hann er búin að sitja í stjórnarandstöðu. Gaman væri að finna það og birta.
![]() |
Áfengisgjald skilar minni tekjum en reiknað var með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |