1.12.2011 | 06:13
Hvernær ætlar háttsvirtur fjármálaráðherra
að fatta það að með því að verðleggja allt út af kortinu þá er hann að opna en betur fyrir neðanjarðar hagkerfið og núna eru $ menn að fara úr landi með lögheimili sín eru á landinu samt sem áður.
Steingrímur , þetta er hagfræði 101 - sjáðu ÁTVR salan snarminnkað og landinn orðin að söluvöru aftur. Munið þið þegar strætó var að tala um að farþegar höfðu aldrei verið eins fáir eins og á árunu 2007 og eina sem þeim duttu í hug þá var að hækka fargjöldin , í staðin fyrir að laga þjónustuna og bæta við ferðum á álagstímum.
ný stjórn takk
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Auðmenn eru kanski að flytja lögheimilin sín, jú það er leyfilegt.
En það eru gjaldeyrishöft og þeir mega aðeins flytja út 3 milljónir á mann.
Svo er það þannig að þeir þurfa hvort sem þeir búa erlendis eða ekki að greiða þennan fjármagnstekjuskatt af peningunum sínum hér.
Erlendir aðilar eru ekki skattfrjálsir á Íslandi. Sem betur fer er skatturinn tekinn af bankanum þannig að við neyðumst öll til að greiða hann.
Stefán (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 06:41
Stefán, auðmenn eru að flytja lögheimili sín vegna auðlegðarskattsins. Þeir borga af peningunum sem þeir eiga hér, í öðrum löndum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 07:07
Til hvaða lands geta þessir menn flutt og greitt lægra hlutfall af innkomunni??? Vænt þætti okkur sem lesa þessa frétt að vera upplýstir um það Pálmi einnig hver er þín skoðun á þeim aðilum sem flytja lögheimilið til að forðast að leggja sitt af mörkum til samfélagsins sem gerði þá svona ríka???
Bergur (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 07:50
Af hverju þurfa þeir sem hafa mest alltaf að sleppa undan samfélagslegri ábyrgð og þáttöku? Þetta lið greiðir svipaða skatta og sóknarkonan á eyrinni.
Hlusta ekki á svona spuna. Þeir geta þá bara hypjað sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 08:00
Ég veit ekki hvernig þetta virkar, en ef að skatturinn er 1.5% af hreinni eign umfram 75 milljónir þá gæti nú verið flóknara en margur hyggur að greiða þetta..
Eign er ekki endilega lausafé.. Egn getur verið t.d. fasteign, hlutabréf, skuldabréf eða verðbréf og margt fleira.. "Eignin" getur verið tugmilljóna virði en þú átt ekki möguleika á að losa um fjármagn til að greiða.. þ.e. peningarnir bundnir í eign sem skila kanski litlum sem engum arði...
Ekki misskilja mig.. þetta snýst ekku um að vorkenna einum né neinum í því að borga skatt, heldur er ég að reyna að setja mig í spor þeirra sem flytja lögheimili sitt, hversvegna þeir bregða á það ráð...
Síðan er líka möguleiki að þú bara einfaldlega tímir ekki að borga.....
En leiðréttið mig ef að ég fer með rangt mál.. Þar sem að lögheimili viðkomandi er erlendis er þá ekki hægt að rukka auðlegðarskattinn.. ?? Þannig að útlendingar með umtalsverðar eignir hé rheima eru ekki að greiða hann ???
Hvað er að frétta.. ?? Er það ásættanlegt... ??
Eiður Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 10:07
Og hvað á fólk að gera ef auðlegðarskatturinn er farinn að taka 100% af tekjum þeirra?
Já, 100% skattlagning er staðreynd sem sumir þurfa að búa við - fólk sem á eignir sem ekki skila beinum tekjum, en teljast "auðlegð" getur þurft að sæta því að auðlegðarskatturinn nemi hærri upphæð en allar tekjur þess.
Skattlagning í þannig tilvikum er hrein eignaupptaka og það er að mínu mati skiljanlegt að fólk reyni að koma sér undan slíku.
Púkinn, 1.12.2011 kl. 11:20
Tek undir með sveitunga mínum og púkanum
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 11:39
Þetta er vanhugsað eins og allt sem frá þessari ríkisstjórn kemur. Sprottið upp úr ranghugmyndum, fáfræði, öfund, heift og hatri,
Njáll (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:02
Burt með þetta hyski ! Hafa þegar valdið stórtjóni hér.
Sveinn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 15:00
1,5% af öllu umfram 75 milljónir í hreina eign er rán, það er ekki göfugt að greiða til samfélagsins peninga sem þú getur frekar eytt í sjálfan þig, nú eða kostnað við að færa lögheimilið erlendis. Þá borgarðu líka skatta þar til samfélags sem ekkert hefur lagt af mörkum til auðlegðar þinnar. Og ef maður spilar spilunum rétt, þá getur maður, ef maður er reglulega auðugur, notið allrar opinberrar þjónustu eins og heilsuþjónustu og menntakerfisins hér á landi án þess að borga neitt til þess. Hvernig dettur einhverjum í hug að taka þátt í kostnaði ef hann getur komist undan. Sérstaklega ef hann er aflögufær. Maður bara spyr :D
Rúnar Þór Þórarinsson, 1.12.2011 kl. 15:55
Stefán og Bergur. Þið eruð að rugla saman fjármagnstekjuskatti og auðlegðarskatti. Þarna er himin og haf á milli.
Mætti kanski líkja þessu við tekjuskatt og útvarpsgjaldið. Annað er hlutfall af tekjum sem þú greiðir til samfélagsins hitt er bara skattur fyrir að vera til. sama hvort það skilar tekjum eða ekki. Meira að segja krafa sem þú átt á fjárvana fyrirtæki sem litlar likur eru á að þú fáir greidda er stofn fyrir þennan skatt.
Landfari, 1.12.2011 kl. 16:09
Heldur þú Bergur að, samfélagið,geri menn ríka???af hverju eru þá ekki allir ríkir í samfélaginu ?? þetta er alveg típískur málflutningur vesalinga sem öfundast út í alla sem hafa það betra,þó menn hafi stritað alla æfi til að komast í þá stöðu,,
'
Casado (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 16:40
Mikið eru menn vitlausir. Þeir fá ekki skatttekjur af fólki sem flytu úr landi. Þessir arfavitlausu bjánar sem jarma hér um þjóðhollustu og samfélagslega ábyrgð, Þeir sem eru fórnarlömb ríkisþjófana sem taka skatt af hreinni eign, en ekki tekjum í þessu tilviki. Horfa á eignir sínar smám saman hverfa, Auðvitað fara þeir. Það vill enginn búa í landi þar sem rændur af ríkinu. Ekki einu sinni þeir sem ekki borga þennan skatt vilja vera hér lengur. Læknarnir fara, Menntaða fólkið fer eftir verða bara þeir sem eru hlekkjaðir hér vegna elli eða annarra ástæðna. Svo þegar þetta fólk er allt farið þurfa þeir sem eftir eru að borga enn meira til að halda uppi ruglinu og eyðslunni.
kallpungur, 1.12.2011 kl. 19:46
Casado. Hér er ekki um öfund að ræða allavega ekki í mínu tilfelli þar er miklu frekar um vorkun að ræða að fólk í þessum sporum sem um er rætt skuli veigra sér við að borga til samfélagsins sem það gerir ómældar kröfur til svo sem varðandi framfærslu á efri árum. 2009 var birt yfirlit yfir inneignir í bönkunum og samkvæmt því þá voru um það bil 6000 einstaklingar sem áttu meira en 200 miljónir á bankainnistæðu. hvernig þeirra var aflað varðar mig ekkert um en svo mikið er víst að ég hef ekki haft þann afgang eftir mitt ævistarf sem senn er á enda.
Bergur (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.