4.11.2011 | 12:21
Miðað við fjölda vírusa í PC
þá er óhætt að segja að það séu engir vírusar í Mac.
Af hverju eru Macs minna viðkvæmt fyrir sýkingum?
Ólíkt Windows, gera Mac OS X forrit deila ekki algeng skrásetning. Mac OS X forrit nota einstaka skrár sem einhver vill frekar, þannig að þær tegundir af alþjóðlegum breytingum stillingar sem gera svo mikið af Windows malware er einfaldlega ekki eins gerlegt á Mac. Ennfremur er rót aðgangur þarf til þess að malware að hafa samskipti við önnur forrit (td stela lykilorðum, stöðva útsendingar, osfrv.)
Neytendastofa hefur sektað Skakkaturn ehf., sem er rekstraraðili Epli.is, um 1,5 milljónir kr. fyrir að hafa birt í sjónvarpsauglýsingum fullyrðinguna Engir vírusar. Neytendastofa segir brotið alvarlegt og að einbeittur vilji virðist vera til að blekkja neytendu
Vilji til að blekkja neytendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Miðað við fjölda forrita sem eru gerð fyrir PC má líka segja að engin forrit séu til fyrir MAC samkvæmt þínum rökum.
Davíð (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:30
Hlægilega framsett hjá þér, þú hefur augljóslega ekkert vit á tölvum/hugbúnaði né öryggismálum.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:37
Google translate texti? Fullt af vírusum til fyrir makkann.
Þetta snýst bara um að segja satt og rétt frá.
annars hef ég notað pésann í 20 ár og aldrei fengið vírus
Hallur (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:38
það er semsagt allt í lagi að ljúga að neytendum að það séu engir víruas til vegna þess að það eru svo fáir til ??
Er þá allt í lagi að segja að það deyji enginn í umferðinni á íslandi bara vegna þess að það deyja svo fáir ?
Árni Sigurður Pétursson, 4.11.2011 kl. 12:53
Það að halda því fram að Apple tölvur séu eitthvað annað en PC tölvur er fáránlegt þar sem PC skammstöfun fyrir Personal Computer og síðast þegar ég vissi voru Mac líka Personal Computers.
... (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 13:13
Góður Davíð :)
Ástæðan fyrir hve óalgengir vírusar eru í mökkum er fyrst og fremst sú að það nennir enginn að hafa fyrir því að búa til vírus í makka! Það er lítið á því að græða þar sem stýrikerfið er ekki útbreitt, sérstaklega ekki meðal fyrirtækja og stofnana.
Sveinn Þórhallsson, 4.11.2011 kl. 13:13
Ég sé ekki hvað er villandi við þessa auglýsingu. Það segir einfaldlega "engir vírusar" eða "laus við vírusa". Hvða þýðir það? Það er verið að auglýsa nýjar tölvur svo þær hljóta að vera lausar við vírusa burt séð frá því hvort þær eru MAC eða e-hvað annað. Mér finnst í raun að allir seljendur tölva geti fullyrt að þegar þú kaupir nýja tölvu frá þeim þá er hún án vírusa. Þeir hljóta að geta staðið við það.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 14:51
Svona lauslega áætlað er magn óæskilegs hugbúnaðar fyrir Mac X um 1% af magninu fyrir Windows vélar.
Aðeins örlítið brot af þeim óæskilega hugbúnaði eru síðan vírusar - sem eru ákaflega sjaldgæfir nú orðið, hvort sem er á Windows eða Mac vélum, en þótt þeir séu aðeins örfáir, þá eru þeir til, þannig að auglýsingar sem gefa í skyn að vírusar séu ekki vandmál á Mac eru í eðli sínu rangar.
Hitt er síðan allt annað mál, ap 99% af þeim óæskilega hugbúnaði sem fólk fær eru ekki vírusar, heldur aðallega ýmis konar trójuhestar, en það kemur þessu ekki beint við.
Púkinn, 4.11.2011 kl. 15:17
Hérna hafa greinilega margir íslendingar og neitendastofa ekki vit á tölvuarchitectúr og stýrikerfum.
1) Síðustu 5 árin hafa Mac tölvur eru af sömu architectúr og PC tölvu og þvi ekkert við PC tölvur að sakast!!!!
2) Max OS X, ólíkt hefðbundnum Windows, er stýrikerfi byggt á UNIX net-server kerfum með langa langa sögu í internetöryggi og er það aðalástæðan fyrir fáum tilvikum á hökkun og vísursýkingum slíkra stýrikerfa.
3) Rangt er að fullyrða að UNIX kerfi geti ekki sýkst af vírusum!
4) Splúnkunýjar PC tölvur með nýuppsettum stýrikerfum, hvort sem Windows, Linux, Mac OS X, BSD, og hvað annað algengt ... eru ekki með fyrirfram instölluðum vírusum, nema að framleiðendurnir séu fá*itar
Jonsi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 18:35
Jonsi hitti naglann á höfuðið.
Fólk þarf í raun að gera sér grein fyrir því að MAC og PC er vélbúnaður, OSX og Windows er í raun hugbúnaður.
MAC er með um 5% markaðshlutdeild á heimsvísu og mætti því alveg eins bera þau sömu rök og einhver rak hér ofar í samskiptunum, að forritarar nenni ekki að ráðast á litla manninn. Hver veit, það gæti alveg eins verið.
Þessi endalausa pissukeppni um hvort sé betra OSX eða Windows er í raun gömul lumma sem mig grunar að engin mun vinna. Það er jafn vitlaust og lasta menn fyrir það að líka ekki við sömu bíómynd og einhver annar, eða einhver jafn fáránlegur samanburður. Hverjum þykir sitt.
Ég get alla vega fullyrt fyrir sjálfan mig (með vísan í fyrrgreindar auglýsingar), ég hef notað Windows í 15 ár og aldrei fengið vírus. Þessi fullyrðingá við um mig sjálfan, ég get auvðitað ekki svarað fyrir aðra.
Garðar Valur Hallfreðsson, 5.11.2011 kl. 09:32
Davið : Miðað við fjölda forrita sem eru gerð fyrir PC má líka segja að engin forrit séu til fyrir MAC samkvæmt þínum rökum.
þetta segir meira um hvað þú veist lítið um þessi mál
DoctorE :
Hlægilega framsett hjá þér, þú hefur augljóslega ekkert vit á tölvum/hugbúnaði né öryggismálum.
meira en þú heldur
Google translate texti? Fullt af vírusum til fyrir makkann.
Þetta snýst bara um að segja satt og rétt frá.
annars hef ég notað pésann í 20 ár og aldrei fengið vírus
Hallur , prófaðu að tengja þig við internetið
Árni Sigurður Pétursson, 4.11.2011 kl. 12:53 ekki svaranvert
Það að halda því fram að Apple tölvur séu eitthvað annað en PC tölvur er fáránlegt þar sem PC skammstöfun fyrir Personal Computer og síðast þegar ég vissi voru Mac líka Personal Computers.
Rangt
Sveinn Þórhallsson, 4.11.2011 kl. 13:13 rétt hjá þér
Hérna hafa greinilega margir íslendingar og neitendastofa ekki vit á tölvuarchitectúr og stýrikerfum.
1) Síðustu 5 árin hafa Mac tölvur eru af sömu architectúr og PC tölvu og þvi ekkert við PC tölvur að sakast!!!! Ekki 100 % satt
2) Max OS X, ólíkt hefðbundnum Windows, er stýrikerfi byggt á UNIX net-server kerfum með langa langa sögu í internetöryggi og er það aðalástæðan fyrir fáum tilvikum á hökkun og vísursýkingum slíkra stýrikerfa. Rétt
3) Rangt er að fullyrða að UNIX kerfi geti ekki sýkst af vírusum! rétt
4) Splúnkunýjar PC tölvur með nýuppsettum stýrikerfum, hvort sem Windows, Linux, Mac OS X, BSD, og hvað annað algengt ... eru ekki með fyrirfram instölluðum vírusum, nema að framleiðendurnir séu fá*itar :)
Garðar Valur, 5.11.2011 kl. 09:32 ég er 100 %viss um að þú hafir fengið vírus þú bara vissir ekki af því
niðrustaða mín á Mac OS og PC OS er einfald : Makkuinn er öruggari .
Palmi (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 10:51
Hehe, jú Palmi ég tel mig nokkuð fróðan um tölvur og ég myndi vita ef ég væri sýktur af vírus, þ.e.a.s. í þeim skilningi sem þú leggur á vírus. Ég hef svosem lent í einstaka malware með tilteknu netvafri og fikti en ég var einnig jafn fljótur að sópa þeim út eftir að ég hafði fiktað mig í gegn um það sem ég var að gera á þeim tíma.
Þetta er samt sem áður góð upptalning hjá þér, og í raun hefur þú rétt fyrir þér (fyrir utan fyrirspurn þína beint gagnvart mér). Ég nota sjálfur Linux en þar er einmitt UNIX kjarni, ég hef einmitt ekki talið mig þurfa á vírusvörn að halda í Linux. Það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að nýta sér gloppur í þeim kjarna, far from it!
Mig langar samt sem áður að benda þér á eitt. Þú þarft að rökstyðja betur hvers vegna Makkinn sé öruggari. Er þetta alltaf spurning um þetta, hvort er pésinn eða makkinn líklegri til að verða fyrir árás? Ég held að það sé mjög valid spurning. Hvernig á ég að orða þetta, makkinn er ekki eins áhættusamur og pésinn, en alls ekki öruggari. Ef framleiðandi á malware er að stýra sínu óforskömmupu forritun að einhverju sem er með stærri "user-base, eins og t.d. Windows XP, hvers vegna ætti hann að hætta því?
Þegar makkinn mun ná stærri user-base, og þá segi ég ÞEGAR makkinn nær stærri user-base því makkinn er að sækja í sig veðrið, þá hef ég sterkan grun að makkinn muni þurfa að berjast í auknu mæli við svipuð vandamál og t.d. Windows XP user-basinn.
Nota bene, ég er alls ekki að segja að Windows hafi ekki sín vandamál, mér myndi aldrei detta slíkt í hug, en ég hef hingað til ekki átt í vandræðum með notkun á því hvað sýkingar varðar. Þetta er alla vega mín skoðun á málinu, en segi jafnframt við alla makkara, notiði það sem ykkur líkar og kunnið (ekki dytti mér í hug að segja annað). Það eru bara þessi gífuryrði sem ég þoli mjög illa.
Garðar Valur Hallfreðsson, 6.11.2011 kl. 12:24
Garðar ,það er augljóst hvers vegna MAC Os er öryggari en MS stýriskerfið.
1. það eru svo fáir sem eru að nenna að búa til "system exceutes" sem gera komist inn í MAC OS.
2. allar breytingar eins og í línux þurfa að fá staðfest með Passw ef það eru breytingar á hugbúanði/ install
3. Öll forrit eru í Container sem er eins konar Zip File sem kerfið les frá - þegar þú hendir honum á fer allt frá tölunni og skilur hugbúnaðurinn ekki eftir hér og þar DLL skrá eða kex til að hæga á vélinni . þar af leiðandi eru margar af þessum BACKDOORS lokaðar. put it simple - Mun öruggari.
það er alltaf "leið" til að komast inn hvar sem er En ég tel að það verði ekki EINS og í pc þegar makkinn nær 30 % af markaðinum sem hann min gera. Þar sem Kerfi er byggt á unix þá verður það auðveldara að loka fyrir leiðir. its my story and am stiking to it
Palmi (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.