Við þurfum að fá að vita hvað er í þessum samningi

 Það er ekki hægt að HÆTTA við , Við viljum fá samning og kjósa um hann , það er ekki rétt að þetta sé að  kosta of mikið  eins og Frosti segir , ESB er búin að styrkja okkur með þýðingar og annað til að standa straum að þeim kostnaði. Og við höfum tíma í þetta - ég segi JÁ áfram.  

Aðstandendur söfnunarinnar telja farsælast að leggja...


mbl.is Hátt í 2.000 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það hafa mörg ríki sótt um inngöngu í ESB áður, það liggur alveg fyrir hvað felst í slíkum samningum og því engar nýjar upplýsingar á nálinni þar.  Persónulega finnst mér að Íslendingar eigi að einbeita sér að mikilvægari hlutum hér innanlands  :)

Garðar Valur Hallfreðsson, 7.9.2011 kl. 18:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekki nema að opna evrópska fjölmiðla til að sjá "hvað er í pakkanum" í þessu vesalings bandalagi. Þar er allt á hausnum og menn rífast eins og hundur og köttur um hvað skuli gera til að reyna að redda sér út úr vandanum

Slíkt ástand hefur reyndar ríkt hér Íslandi líka undanfarn misseri án þess að til hafi þurft aðild að neinu bandalagi. Svo ef það er það sem menn vilja er ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram burtséð frá því hvað verður um áðurnefnda umsókn.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við viljum fá að kjósa hvort eigi að halda þessu áfram Pálmi, við hvað eruð þið ESB minnihluta sinnar hræddir þar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2011 kl. 19:04

4 identicon

Við erum lögð af stað - skulum bara halda áfram Ingibjörg. ekkert hræddir að segja nei ef pakkinn er ekki með það innihald sem við viljum.

palm (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband