Sniðganga Iceland Express frá 1 sept til 1 des 2011

Iceland Express.Fjórtán ára stúlkan sem vísað var frá flugi Iceland Express frá Billund vegna yfirbókunar var ekki síðust farþega eins og talsmaður fyrirtækisins hélt fram á föstudag. Þetta segir franskur farþegi sem var vísað frá sama flugi. Var honum tjáð að hann hafi verið valinn út af erlendu eftirnafni sínu.
Lesa meira
mbl.is Útskýringar Iceland Express rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snowman

Já, það er að sjálfsögðu besta svarið.  Komum Iceland Express á hausinn svo Icelandair geti tekið upp sína gömlu einokun á millilandaflugi.


Í dag fæ ég flugmiða á milli Íslands og Danmerkur á brot af því sem það kostaði fyrir daga Iceland Express.  Þegar ég var í námi, var einokun Icelandair upp á sitt besta og maður þurfti að svelta sjálfan sig í fleiri mánuði til að geta keypt flugmiða heim um jólin eða til að koma heim og vinna á sumrin.

Það eru allir orðnir svo neikvæðnir í hugsun á Íslandi í dag að það er alltaf fókuserað á það neikvæða í öllu. 
Hvað fljúga margir með Iceland Express á mánuði ?  Og hvað heyrum við af mörgum sem vera fyrir óþægilegri reynslu hjá flugfélaginu ?  Örlítið brot af því öllum þeim sem velja flugfélagið.

Ég hef sjálfur lent í því að vera skilinn eftir í Kastrup tveimur dögum fyrir jól því Icelandair hafði yfirbókað.  Reyndar höfðu þeir yfirbókað svo mikið að við vorum 14 sem ekki komumst með.  Við fengum hótelherbergi og flugum næsta morgun.  Leiðinlegt en ekki neitt sem eyðilagði líf mitt.

Er fólk orðið svo góðu vant að það má ekkert út af bregðast, þá byrjar fólk að hegða sér eins og unglingarnir sem segja... "Ég hreinlega DEY ef ég fæ ekki Luxus varalitinn fyrir helgina" eða eitthvða í þeim stíl ?

Auðvitað getur Iceland Express gert ýmislegt til að bæta úr þar sem pottur er brotinn, en að fordæma þetta eina flugfélag sem lifað hefur af í samkeppni við Icelandair, er fáránlegt.

Samkeppni er af því góða og á meðan við ekki höfum aðra samkeppni við Icelandair en Iceland Express, þá hef ég ekkert á móti því að fljúga með þeim.

P.S.

Ég hef ekkert með Iceland Express að gera, nema að fljúga með þeim.

Snowman, 8.8.2011 kl. 14:04

2 identicon

Já ég er sammála því að samkeppni sé af hinu góða. En mér blöskrar þessi rasisma-úrræði flugfélagsins! OK það var yfirbókað. OK þeir sögðust hafa vísað þeim frá sem tékkuðu sig inn síðast (sem væri mun eðlilegra). ALLT ANNAÐ EN OK að vísa fólki frá vegna framandi eftirnafns og reyna að fela það (sáu greinilega siðleysið í gjörðum sínum)! Ég á ekki orð...

Sólveig (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 14:58

3 identicon

Ég skil ekki alveg hvað "Snowman" er að segja með sinni athugunarsemd.

Ég hélt, í einfeldni minni, að það væri hægt að gagnrýna þjónustu fyrirtækja án þess að það jafngilti því að viðkomandi fyrirtækið væri  talið "fordæmt" eða að gagnrýnandinn væri talsmaður einoknunnar.

Kannski hefur Neytendasambandið eitthvað fram að færa í þessu sambandi?

Er

Agla (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:09

4 identicon

Snowman, ertu að segja að á meðan fyrirtæki stuðlar að samkeppni sé óheilbrigt að gagnrýna það fyrir starfshætti sína? Ég held, minn kæri Snowman, að þú sért svolítið að misreikna stöðuna. Þetta mál snýst nú kannski ekki um lúxuslifnaðarhætti, því þá væri fólk nú ekki yfir höfuð að fljúga með lágfargjaldaflugfélagi, eða hvað? Er virkilega ekki eðlilegt að gagnrýna og fordæma fyrirtæki sem ítrekað brýtur reglur og lýgur svo til um hlutina? Mér finnst það.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 18:04

5 identicon

Ég veit ekki betur en það séu milli 10 og 20 flugfélög sem fljúga til og frá Keflavík, flest þeirra jafn íslensk og Astraeus sem miðasalan Iceland Express selur fyrir þannig að samkeppnin minnkar lítið þó það fækki um einn...

S

Sæli (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 18:47

6 identicon

Ekki ráðast á Snowman - ráðist frekar á Bimer

Black has the ?

Krímer (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband