18.7.2011 | 09:54
Nóg komið ...
Aðalsteinn er ekki nóg komið af hækkunum ?. Hvað lengi eigum við að taka við þessu ?. Ég er búin að borga nóg í að halda bændum uppi og ef þeir geta ekki fengið styrki annars staðar frá til að halda starfsemi í gangi þá verða þeir einfaldlega að snúa sér að öðru. Við heimtum að sitja við sama borð og nágranna þjóðir okkar hvað varðar laun og verð á nauðsýnisvörum. Það er dýrara að kaupa i matinn þar en launin er margfalt hærri. Svo hefur þetta keðjuverkandi áhrif þannig að vísitalan hækkar og verðbólga hækkar og þá hækkar lánin okkar með tilheyrandi skerðingu á afgangs aurum sem við fráum í launaumslagið.
Mér skilst að það er verið að selja íslenska lambakjötið ódýrara í færeyjun , getið þið ekki hækkað til þeirra ?
Lyktar af pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Pálmi.
Gerir þú þér grein fyrir því að 43% fjárlaga ESB (og við erum ekki að tala um neinar smáupphæðir) fara til niðurgreiðslna í landbúnaði?
Kv.
Jón Árni
Jon A Bragason (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 10:07
Jón.
Af hverju eru þá Íslendingar að halda því fram að landbúnaðurinn mun rústast við inngöngu???
En tolla munu lækka og leiða til lægra vörverðs við inngöngu í ESB. Ekki slæm kjarabót þar.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 10:39
Nú heimta Bændur hækkun á Nautakjöti af því það selst vel....
Vilhjálmur Stefánsson, 18.7.2011 kl. 11:39
jón já geri mér grein fyrir því og er það í besta lagi . Það sem við fáum verður margfalt það sem við höfum verið að niðurgreiða og er lítið fyrir ESB að borga. Við fáum kjarabót sem um munar.
Palmi (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 20:26
Haldi þið að það vaxi peningar á trjánum sunnar í Evrópu. Þessir peningar sem fara í niðurgreiðslur koma frá aðildarríkjunum. Þegar búið er að taka stóran ef ekki stærstan hlutann í umsýlukostnað er restinni útdeilt í svona verkefni.
Við erum núna að fá minir mig 4 milljarða til áróðurs fyrir inngöngu Íslands, gegn því að leggja 1 á móti. Við fáum ekki svoleiðs eftir að við erum komin inn. Þá förum við að borga á fullu fyrir áróður í nýjum ríkjum.
Hér gat maður áhyggjulaus fengið sér nautasteik meðan enginn þorði að borða svoleiðis í Bretlandi vegna kúariðu. Því verðu ekki að heilsa þegar allt verður galopið. Það er ekki svo að við séum ekki að fá neitt fyrir hærra landbúnaðarverð, sem að vísu er umdeilt að sé svo mikið hærra.
Landfari, 19.7.2011 kl. 10:48
Var ekki salmonella í íslenskum kjúklingi fyrir nokkrum mánuðum sem varð til þess að það kom vöntun í kjúklingi hér á ísland
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/04/17/kjuklingur_innkalladur_vegna_salmonellu/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/12/02/49_tilvik_salmonellu_i_kjuklingi_i_ar/
Sleggjan og Hvellurinn, 19.7.2011 kl. 14:36
Eitt stórt kjúklingabú gæti annað eftirspurn hér innanlands með hagkvæmari hætti en fleiri smá. Öryggið í því að hafa þau fleiri og þá minni felst einmitt í svona uppákomum. Auk þess sem samkeppnin ætti að veita mönnum það aðhald sem annars þyrfti að koma frá Ríkinu með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur.
Ódýrasta leiðin er ekki alltaf besta leiðin. (spurðu bara farþega Iceland Express )
Landfari, 19.7.2011 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.