17.3.2011 | 15:21
Starfsmenn eiga ekki póstinn sem þeir eru að senda
það er fyrirtækin sem á allan póst - Persónuvernd er að fara með þetta í einhverja átt sem ég skil ekki.
það eiga öll fyrirtæki að láta starfsmenn skrifa undir við ráðningu að þeir noti pósthólf sem þeim er úthlutað bara fyrir það sem kemur vinnunni við.
þetta er einfalt mál
Mátti ekki framsenda tölvupóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Athugasemdir
það er eitt að eiga póstfangið.
en það er annað að nota póstfangið eftir að starfsmaður er hættur.
ég myndi sjálfur kæra ef fyrrverandi vinnuveitandi væri að senda út póst á mínu nafni þótt svo að hann væri í eigu fyrirtækisins, ég væri þá búinn að bendla mig það stert við það að mér findist vera verið að nýta sér það.
Ingi Þór Jónsson, 17.3.2011 kl. 15:36
ætti náttúrulega að vera "óstáttur við að fólk sé að skoða minn póst alveg sama þótt hann væri allur tengdur vinnuni."
kom þessu fra mér á frekar ruglingslegan hátt.
Ingi Þór Jónsson, 17.3.2011 kl. 15:38
Ég skil ekki heldur þetta sjónarmið að fyrirtækjapóstur sé einhverskonar eign starfsmannsins. Ég held að þetta sé einhver arfur frá þeim tíma að tölvupóstur var hálfgerð forréttindi.
Í mínum augum er vinnupósturinn vinnutæki í eigu fyrirtækisins alveg eins og hvað annað sem mér er afhent til að vinna mína vinnu og yfirmenn mínir mega skoða hann hvenær sem þeim sýnist mín vegna eins og annað sem tengist vinnunni. Einkapósturinn fer í gegnum mitt eigið netfang og það kemur ekki til greina að rugla þessu saman.
Ég er líka búinn að sjá fólk lenda í heilmiklum vandræðum þegar það skiptir um vinnu vegna þess að það prívat samskipti eru tengd við vinnunetfangi og vinir og kunningjar eru bara með það netfang og allskonar póstlistar sem fólk er skráð á og póstur frá bönkum og fleira er allt að koma á vinnunetfangið og þegar það er ekki lengur aðgengilegt er fólk í heilmiklum vandræðum.
Í dag er hægt að fá risastór pósthólf eins og Gmail frí og engin ástæða til að vera rugla þessu saman.
Heyrir sniglapósturinn sem fólk sendir og fær sent í vinnuna líka undir Persónuvernd?
Einar Steinsson, 17.3.2011 kl. 16:03
Reyndar ætti fólk ekki að nota vinnunetfang fyrir einkapóst - hitt er annað að kynningu á þessu og fleiru skortir algjörlega - æskilegt væri að Persónuvernd kynnti hverskyns reglur sem almenningur- fyrirtækji - stofnanir - hnjóta oftast um vegna vanþekkingar - ekki brotavilja.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.3.2011 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.