þvílík heimska

Það á að banna að ráða fólk til kennslu sem er með greindarvísitölu á við stofuhita.

Börn að leik í sundi.Skriffinnar í Oxford-sýslu í Bretlandi hafa bannað börnum að notast við sundgleraugu í skólasundi. Er bannið rökstutt með því að gleraugun geti meitt börnin. Þurfa börnin nú að framvísa tilmælum frá lækni til að mega notast við gleraugun í sundi.
Lesa meira


mbl.is Banna sundgleraugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég var búin að skrifa hér heilmikið um brezku og íslenzku forræðishyggjuna, en það hvarf allt, þegar ég ýtti á Senda. Ég nenni ekki að byrja aftur, kannski seinna.

Vendetta, 27.2.2011 kl. 11:41

2 identicon

Kallarðu þetta heimsku?

Hefur þú lent í árekstri við sundmann með með brenglaða sýn vegna sundgleraugna? Nei ég hélt ekki. Og hefur þú nokkurntíma lent í þeirri erfiðu reynslu að láta gleraugu smella framan í andlitið. Nei.

Prófaðu nú hvorttveggja og reyndu síðan að tala viturlega. Þú ferð greinilega aldrei í sund og hefur ekki hundsvit á þessu.

Sigurður H (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 12:09

3 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Sigurður H.

Hvernig væri nú að hugsa aðeins. Ég fer oft í sund og notast við sundgleraugu vegna þess að klórinn fer illa í augun á mér. Ég hef ekki orðið var við neina árekstra. Og það að sundgleraugu smellist framan í andlitið, LOL verð ég nú að segja. Það er einungis á ábyrgð þeirra sem nota gleraugun að passa það að það gerist ekki, helvíti auðvelt að láta það gerast ekki

(Þetta er skrifað með þeim fyrirvara og von um að athugasemd þín er full af kaldhæðni.)

Charles Geir Marinó Stout, 27.2.2011 kl. 13:47

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Vona fyrir þína hönd Sigurður H að þetta hafi verið stútfullt af kaldhæðni.

Í öll þau skipti sem ég hef farið í sund hef ég notast við Sundgleraugu, enda hef ég aldrei getað vanist klórinu í sundlauginni og ég hef aldrei orðið var árekstra í sundi útaf sundgleraugum. Teygjan í sundgleraugunum mínum hefur jú slitnað stöku sinnum en það var ekkert til að væla yfir.

Jóhannes H. Laxdal, 27.2.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband