eitt er víst

að þessi snáði á sögu að segja af afa sínum Smile og úrklippur í blöðum - en AFI þetta máttu ekki. Hvað hefðir þú gert /sagt ef það yrði slys á fólki ......
mbl.is Níu ára ökumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað aldrei of snemmt að leyfa börnunum að keyra. Þetta hefur tíðkast lengi og er bara hið besta mál, svo framarlega sem þetta er gert þar sem engin hætta er á ferðum. Um leið og þau geta staðið í bílstjórasætinu er hægt að leyfa þeim að stýra ( pabbinn með pedalana á sinni könnu) en um leið og þau ná niður á pedalana er best að þau fái bílstjórasætið fyrir sig.

Mér þykir miklu umhugsunarverðara að þessi milljarðafjárfesting Héðinsfjarðargöngin, sem er greidd af skattfé okkar allra sé ekki betur nýtt en svo að mönnum skuli yfirleitt detta í hug að þau séu vetvangur fyrir svona leikaraskap. Þegar maður leyfir börnum að keyra finnur maður einhvern slóða þar sem góð yfirsýn er um viðan völl og enginn annar á ferli. Héðinsfjarðargöngin eiga þó að heita þjóðvegur, fjandakornið.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 20:47

2 identicon

Árni Árnason, mikið innilega vona ég að þú sért að grínast...

Ég trúi því ekki að þú teljir ung börn í alvöru fær um að keyra bíl, sama hvar sá akstur fer fram!

Sigurrós Jóna Oddsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 21:24

3 identicon

Sigurrós Jóna, ég vona innilega að ÞÚ sért að djóka..

 Það er EKKERT að því að leyfa börnum að keyra bíl undir leiðsögn fullorðna á opnu svæði þar sem  ekkert getur komist í snertingu við bílinn. Því fyrr sem þau læra hlutina, því færari verða þau ! Auk þess verður þetta ekki eins spennandi þegar þau fá síðan prófið og þar af leiðandi mun minni hætta á hraðakstri og svoleiðis vitleysu. Taktu prikið út úr ra**gatinu á þér og reyndu að læra að lífið á ekki að lifast eftir einvherri reglubók sem segir að þetta megi en hitt ekki. Þú þarft að skoða í kringum þig áður en þú byrjar að dæma!

Óli Tómas (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Riddarinn

Í fínu lagi að leyfa þeim að æfa sig snemma á vegaslóða sem er hættulaus og engin umferð er á.

Ég get nú ekki annað en minnst þess þegar var sjálfur fyrir nokkrum áratugum 13 ára tekinn akandi á Fólksvagen Bjöllunni hans pabba í Garðabænum í æsku því að nágranni okkar hafði tekið eftir því að stubburinn var sestur undir stýri í leit að ævintýri og keyrði um eins og ekkert væri og var mikið stoltur af framtakseminni.

Maður var sífellt að stelast í bílinn hans pabba á aldrinum 15-16 ára og maður var orðinn hinn þokkalegasti ökumaður þegar ég tók prófið 17 ára.

Það hefur löngum verið til siðs að unglingar til sveita séu orðnir vanir bílstjórar mjög snemma, svo má alveg velta fyrir sér hvað er rangt og hvað er rétt.

Í Bandaríkjunum fá 15 ára unglingar víst bílpróf og það virðist ganga enn þann dag í dag svo mismunandi hverjir siðirnir eru eftir þjóðum.

Að vísu langar mig ekki að fylla borgina af 15 ára Íslenskum illa öguðum ökumönnum því Íslenskir unglingar eiga oft á tíðum ansi erfitt með að fara eftir nokkrum boðum og bönnum og gera bara það sem þeim sýnist svo best að halda þessu bara við 17 ára aldurinn í endann séð.

Riddarinn , 29.12.2010 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband