23.6.2010 | 08:48
Pétur Er ekki kominn tími fyrir þig að hætta á þingi ?
"Pétur telur að niðurstaða Hæstaréttar umbuni í reynd þeim sem kusu að sýna ekki ráðdeild í uppsveiflunni."
Segðu kjósendunum þínum að hæstiréttur hafi umbunað þeim ?.
Ég sem einn af mörg þúsund með bílalán. Ég tók 50% erl 50 % ísk og það var skynsamlegt að gera þetta svoleiðis , þetta er áhættudreyfing sem felst í sér að fá ekki verðtrygginguna á alla upphæðina og þar með helst eignahluti okkar í þeim bifreiðum hærri eða það var planið alla vegna. ég hefði alveg getað staðið undir þessu með 15 % hækkun en ekki 43%
En ef þið þingmenn hefðu gert ykkar starf þá væri við ekki í þessari skulda súpu.
við þökkum pétri fyrir þau ár sem hann er búin að vera á þingi .
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Það þýðir lítið að skjóta sendiboðann -
Ef þú lest það sem hann segir - allt saman - þá sérðu að enn einu sinni kemur Pétur og hittir naglann á hausinn.
Hversvegna hefur enginn kært í öll þessi ár? Hvar voru allir lögmennirnir - fjármálaráðgjafarnir - hversvegna lánuðu bankarnir á þessum kjörum ????
Einfalt - fólk var ekkert að skoða málin frá þessari hlið - það var svo frábært að geta keypt stóra jeppa - flatskjái - hjólhýsi - sumarbústaði - íbúðir - stækkað við sig - allt á "hagstæðum lánum".
Það er fáránlegt að berja á Pétri eða öðrum þingmönnum fyrir þetta.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.6.2010 kl. 09:02
Ólafur
En af hverju eru þessir sömu þingmenn, og þá sérstaklega í þessu tilviki Pétur Blöndal, svona helvíti vitrir eftir á líka... af hverju heyrðist ekkert í honum þegar fólk var á heljarþröm út af þessum lánum fjárglæfrafólksins?
Af hverju var boðið upp á þessi lán í tíð hans ríkisstjórnar?
Siggi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 09:56
Myntkörfulánin voru dæmd ólögleg og lánveitendur brutu lög en það heyrist ekki orð um hvaða menn voru á bak við gerð þessara samninga og hvort eða hvenær þeir verða sóttir til saka.
Smurstöð (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.