3.9.2011 | 10:27
Bjarni - þetta er ekki flókið !
Það þurfa öll ríki að fara í gegnum alla þennan ferill til að fólkið geti kosið hvort að það vilji þetta eða ei. Ef við gerum þetta ekki núna þá gerum við þetta seinna og því að fresta þessu þegar við erum komnir af stað ? Er ástæða fyrir því ? Hvaða skilaboð erum við að senda út með því að draga þessa umsókn til baka ? En hver eru raunverulegur rök fyrir því , önnur en að þú viljir ekki sjá Ísland innan ESB ? Við íslendingar viljum sjá hvað samningurinn hefur uppá að bjóða og svo kjósum við um hann. Norðmenn hafa kosið tvisvar sinnum og fellt hann í bæði skiptin Ef þú skilur ekki að þennan ferill sem við erum í, sé nauðsýnlegur er til að fá þennan umrædda samning þannig að við getum kosið um hann þá finnst mér að þú eigir ekki að eyða tíma okkar í ræðustól alþingis til að tala um þetta mál . Eyddu frekar tíma í að benda á betri lausn á efnahagsvandamálinu og rökkstuddu það þá kannski kemstu áfram í næstu kosningum.
Hafi þið heyrt þetta frá þeim sem eru á móti "Brussel mun ráða öllu" , völdin verða í Brussel , Ok ég sé ekki að okkar ráðamenn hafi farið með þetta vald siðustu 70 árin í okkar þágu.
Að mínu mati þá vill ég fá í ESB :
- Evruna
- Lægra vöruverð (Mat og Föt)
- Engir venda tollar
- Engin verðtygging , Fastir vextir á húsnæðislánum.
Ef það er rétt að atvinnuleysi sem meira í ESB löndum þá ætti að að skila inn betri þjónustu , betra starfsmönnum, og þar af leiðandi betri fyrirtækjum. Þeir halda vinnunni sinni sem nenna að vinna.
Bara þetta þýðir að við komum til að fá betra líf. En þangað til að við sjáum hvað ESB hefur uppá að bjóða þá er þetta allt saman óráðin gáta.
![]() |
Enginn réttur til aðildarviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt 5.9.2011 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)