Baldur Guðlaugsson var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Þá var söluandvirði hlutabréfa í Landsbankanum, sem Baldur seldi, gert upptækt en um var að ræða 192 milljónir króna.